Fréttir
Matseðill 23-27. apríl
Mánudagur
Pastaréttur með grænmeti og beikon, köld sósa, ávextir
Þridjudagur
Fiskur með rjóma og chilli sósu, grjón, salat, ávextir
Miðvikudagur
Heitt slátur, kartöflumús, soðnar grænmeti, ávextir
Fimmtudagur
Skyr, brauð með álegg, ávextir og grænmeti
Föstudagur
Fiskur, kartöflur, salat, ávextir
Bíókvöld
Í kvöld þriðjudaginn 17. apríl verður bíókvöld í skólanum. 1.- 5. bekkur byrjar 17:00 og áætluð lok myndar er 18:45.
6. - 10. bekkur byrjar 19:00 og áætluð lok myndar er 20:50. Aðgangseyrir fyrir einn er kr. 300,-, kr. 500,- fyrir tvo og kr. 700,- fyrir 3. Ekki er leyfilegt að mæta með gos eða nammi, einungis góða skapið.
Krakkasvarið
Í síðustu viku skoraði Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi á okkur í Krakkasvarinu og spurðu okkur hvað fær okkur til að hlæja. Krakkarúv byrjar kl 18:00 í kvöld og nemendur í 6. og 7. bekk svara þeim kl 18:50 í Krakkafréttum á rúv. Við hvetjum íbúa og landsmenn alla til að fylgjast með flottu krökkunum okkar svara þessari skemmtilegu spurningu.
List fyrir alla
Á mánudaginn fóru 7. - 10. bekkur í Edinborgarhúsið og fylgdist með einleiknum, Skuggamyndir stúlku á vegum List fyrir alla, undir leikstjórn Agnesar Wild og með leikonunni Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm. Leikritið fjallar um stúlku sem tekur beinan og óbeinan þátt í einelti og er byggt að hluta á sannsögulegum atburðum. Nemendur og starfsfólk voru mjög ánægðir með sýninguna og að henni lokinni mynduðust skemmtilegar umræður. Við hvetjum foreldra til að ræða við nemendur um einelti og afleiðingar þess og heyra frá þeim hvað þeim fannst um leiksýninguna.
Dagur barnabókarinnar.
Á hverju ári í tengslum við dag barnabókarinnar er ný íslensk smásaga frumflutt samtímis í öllum grunnskólum landsins. Að þessu sinni samdi Ævar Þór Benediktsson smásöguna Pissupása, sem og flutti hana í útvarpinu. Nemendur í 1. - 4. bekk hlustuðu að sjálfsögðu á upplesturinn. Þetta var mjög skemmtileg saga og mæli ég með því að foreldrar hlusti á söguna með börnum sínum. Hana má finna á ruv .is
Skólahreysti þáttur á RÚV
Í kvöld klukkan 20:00 er komið að okkar riðli í skólahreystiþáttunum á RÚV. Sameiginlegt lið Grunnskólans á Suðureyri og Súðavíkurskóla vann Vestfjarðarriðilinn og er núna á fullu að undirbúa sig fyrir úrslit Skólahreystis 2018. Úrslitinn fara fram 2. maí og verða í beinni á RÚV.
Það er því kjörið að hita upp í kvöld og fylgjast með okkar fólki í spennandi keppni sem fram fór 21. mars síðastliðin.
Áfram við :)
Matseðill 3-6.apríl
Þriðjudagur 3.april
Grænmetisbuff, kartöflumús, grænmeti, ávextir
Miðvikudagur 4.april
Kjuklingaleggir, ofnbakaðar grænmeti, ávextir
Fimmtudagur 5.april
Fiskur í raspi, soðnar kartöflur, remulaði, grænmetisalat, ávextir
Föstudagur 6.april
Grjónagrautur, slátur, brauð með osti, ávextir
VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU
Hvers vegna ættir þú að búa á Suðureyri
Á meðan 10. bekkur undirbjó sig fyrir PISA könnunar próf í síðustu viku.
Fengu nemendur í 8. og 9. bekk það verkefni að kynna fyrir umheiminum hvers vegna það það er gott að búa á Suðureyri og hvers vegna það væri frábær hugmynd fyrir aðra að flytja á Suðureyri og búa þar.
Þetta skemmtilega verkefni leystu þau með að búa til myndband sem hægt er að skoða með því að opna fréttina.
Meira
Páskafrí
Það var Tarzan í umsjón unglingana í íþróttahúsinu í síðasta tíma í dag, síðasta kennsludag fyrir Páska.
Nú tökum við okkur smá frí fyrir lokasprettinn fram að sumri.
Við hvetjum foreldra til að muna eftir lestrinum í fríinu en daglegur lestur er öllum mikilvægur, sérstaklega grunnskólanemendum. Njótið samverunnar, við sjáumst svo hress og endurnærð klukkan 08:00 þriðjudaginn 3. apríl.