| mánudagurinn 14. nóvember 2016

Handbók um velferð og öryggi barna

 

Ný velferðar og öryggishandbók er komin út fyrir Ísafjarðarbæ. Hvetjum við foreldra til að kynna sér handbókina sem finna má hér. Skólinn hefur komið einhverjum ábendingum á framfæri um þætti sem þarf að laga til að standast kröfur um öryggi.

Ábendingar foreldra og áhugasamra eru vel þegnar á netfang skólans.

| föstudagurinn 11. nóvember 2016

Keywe kynning

Í gær fengu starfsmenn og nemendur kynningu á Keywe hugbúnaðinum frá Ólafi Stefánssyni. Keywe er forrit sem gerir kennurum og nemendum kleift að vinna skólaverkefni á tölvum og spjaldtölvum á skemmtilegan og skapandi hátt. Nemendur geta notað keywe til að halda utan um nám sitt, hugmyndir og markmið. Kennarar geta síðan notað það til að hafa yfirsýn yfir þau verkefni sem eru unnin.

| miðvikudagurinn 9. nóvember 2016

Hugmyndakassi- matseðill- lýðræði!

Um daginn settum við (matráður og kennarar) upp hugmyndakassa í matsalnum og krakkarnir máttu skrifa á miða hugmyndir af mat sem ég (matráður) ætti að elda handa þeim. Margar góðar hugmyndir komu upp úr kassanum en vinsælast var þó HAKK OG SPAGETTÍ, þar á eftir kom LASAGNE og í því þriðja var það gamla góða PIZZAN. Kassinn er komin aftur upp og megið þið krakkar endilega halda áfram að skrifa á miða og setja í hann. Mega vera margar hugmyndir á einum miða. Frumlegar, skrýtnar, fyndnar, allskonar hugmyndir eru vel þegnar EN einungis ein hugmynd af sama mat frá einu barni. Inni í fréttinni má sjá listann allann.


Meira
| miðvikudagurinn 9. nóvember 2016

Starfsdagur og vetrarfrí


Á morgun 10. nóvember er starfsdagur starfsmanna og á föstudag 11. nóvember er vetrarfrísdagur skólans. Hafið það sem allra best í fríinu og sjáumst hress kl 08:00 á mánudaginn.

Nemendaráð Grunnskólans á Suðureyri Nemendaráð Grunnskólans á Suðureyri | þriðjudagurinn 8. nóvember 2016

Spilakvöld

Í dag ætlar Nemendaráðið að halda spilakvöld. 1-4. bekkur verða frá 18:00-20:00 og 5-10. bekkur verða frá 20:00-22:00. Aðgangseyri er 300kr. Munið eftir góða skapinu. Vonum að sjá sem flesta :) 

Kveðja Nemendaráðið 

| þriðjudagurinn 8. nóvember 2016

Ný húsgögn

1 af 3

Í dag aðstoðuðu eldri nemendur við að setja saman nýja stóla fyrir mið hópinn okkar. Í fyrra fengum við stóla fyrir eldri nemendur og næst á dagskrá að skoða vinnuaðstöðu yngri nemenda. Það er mikilvægt að hver nemandi geti stillt borð eða stól þannig að vinnuaðstaða hans sé góð. Eldri nemendur stóðu sig með prýði og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina.

| fimmtudagurinn 3. nóvember 2016

Gestakennari frá Ungverjalandi

Í haust kom til okkar gestakennarinn Gergely Nádori frá Ungverjalandi. Ég kynntist Gergely þegar ég var Scientix sendiherra á íslandi. Hann sýndi því áhuga að koma til Íslands og Suðureyrar og vera hér og kynnast því hvernig við störfuðum og einnig sýna okkur eitt og annað hefðum við áhuga á því. Úr varð að Gergely kom hingað í september og var hjá okkur í þrjár vikur.
Gergely er virtur kennari í Ungverjalandi. Hefur hann hlotið ýmis verðlaun og hefur verið leiðandi í forritunar- og náttúrufræðikennslu þar. Nemendur hans hafa t.d. unnið First Lego League keppnina.


Meira
| miðvikudagurinn 2. nóvember 2016

Fundur hjá kennurum, leikur hjá nemendum

Við fengum forustu Félags Grunnskólakennara í heimsókn í gær á stuttan fund með kennurum og á meðan sáu skólastjóri og starfsmenn um nemendur. Eldri nemendur tóku að sér að aðstoða þá yngri við leik inn í sal, áhorf, í spilum og í tölvuverinu með miklum sóma. Við áttum því góða samverustund á áhugasviði hvers og eins. Ég vil þakka eldri nemendum sérstaklega fyrir áhuga og aðstoð.

| mánudagurinn 31. október 2016

Matseðill 31 okt-4 nóv

Matseðill fyrir vikuna 31 október til 4 nóvember 2016

 

Mánudagur- grænmetisbuff, kartöflumús, grænmeti og sósa (tómatsósa td)

 

Þriðjudagur- Ofnbakaður fiskur, kartöflur, salat

 

Miðvikudagur- Hakk, spagetti og salat

 

Fimmtudagur- Kjúklingalifur í brúnni sósu, kartöflur og salat

 

Föstudagur- skyr og brauð

 

Verði ykkur að góðu

Kveðja Petra

 

Jóhannes S Aðalbjörnsson Jóhannes S Aðalbjörnsson | föstudagurinn 28. október 2016

Kvenmyndlistarmaður í heimsókn

Í tilefni af Degi myndlistar kom hún Ólöf Dómhildur myndlistarmaður í heimsókn til okkar í dag og fræddi elsta stigið um starf sitt í myndlistinni. Þetta var einstaklega áhugaverð kynning og gaman að heyra hverning henni tekst að lifa og starfa í listinni hér í okkar fallega umhverfi.

Ólöf hefur komið víða við í myndlistinni og hvetjum við aðra til að kynna sér hennar listsköpun.

Eldri færslur

« 2020 »
« Október »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Vefumsjón