| mánudagurinn 24. október 2016

Matseðill 24-28 okt 2016

Matseðill fyrir vikuna 24-28 október 2016

 

Mánudagur 24 okt- grjónagrautur, slátur, brauð með smurosti (skinku eða sveppasmurostur)

Þriðjudagur 25 okt- Fiskisúpa og snittubrauð

Miðvikudagur 26 okt- Súrsætt svínakjöt, hrísgrjón og salat

Fimmtudagur 27 okt- Kjúklingapottréttur, ostabrauð og salat

Föstudagur 28 okt- Fiskur í raspi, kartöflur, rifið grænmeti (gulrætur og rófur)

 

Verði ykkur að góðu :)

 

 Kveðja,

Petra matráður

| föstudagurinn 21. október 2016

Íþróttahátíð

1 af 2

Stóra íþróttahátíðin fer fram í dag í Bolungarvík. Nemendur okkar í eldri hóp hitta þar fyrir samaldra sína frá Flateyri, Hólmavík, Ísafirði, Súðavík, Þingeyri og auðvitað Bolungarvík. Allir fengu að velja þær íþróttagreinar sem þeir vildu taka þátt í og síðan var valið af handarhófi í hópa og nemendur því í blönduðum hópum. Okkar nemendur skráðu sig í allskonar viðburði. M.a. fótbolta, körfubolta, skotbolta og í spurningakeppni. Hátíðin var sett kl 10:00 í morgun og stendur yfir til 18:40 í kvöld. Að hátíð lokinni er síðan ball til 22:30.

Jóhannes S Aðalbjörnsson Jóhannes S Aðalbjörnsson | þriðjudagurinn 18. október 2016

Græddur er geymdur eyrir

Í dag kom bankamaðurinn Hrafn Snorrason í skólann á vegum Fjármálavits og fræddi elstu nemendurna um fjármál og peninga. Hópnum var skipt upp í fjóra smærri hópa þar sem hver einn vann sitt verkefni. Það var fólgið í því að gera sér upp persónu og að áætla hvað hún kostaði með öllu því sem henni fylgir s.s. fatnaði, tómstundum o.s.frv. Dýrasta persónan fór yfir tvær milljónir og sú ódýrasta reyndist vera um fimm hundruð þúsund krónur.

Af þessu gátu krakkarnir lært að það veltur á eigin eyðslu hvernig manni reyðir af í ólgusjó fjármálaheimsins.

Athyglisvert var hve nemendurnir höfðu sterka vitund fyrir peningum svo segja má að hin gömlu súgfirsku gildi vinnusemi og sparnaður séu enn við lýði í firðinum fagra.

| þriðjudagurinn 18. október 2016

Hrekkjavökuball

Á fimmtudaginn var haldið hrekkjavökuball í skólanum. Eldri nemendur sáu um skipulagningu og undirbúning og stýrðu ballinu við mikla lukku þeirra yngri. Þegar yngri nemendur voru farnir heim voru síðan sagðar ógurlegar draugasögur. Svo hræðilegar að sumir hafa ekkert sofið síðan.

| fimmtudagurinn 13. október 2016

Starfsdagur

Á morgun föstudag er starfsdagur hjá grunnskólanum og leikskólanum. Starfsfólk ætlar að vinna að námskrá og í því að setja viðmið fyrir námsmat. Það eru einnig nokkur námskeið í boði og ætla einhverjir að nýta sér það. Við sjáumst öll svo bara hress á mánudagsmorgun.

| miðvikudagurinn 12. október 2016

Litla íþróttahátíðin

Á föstudaginn var litla íþróttahátíðin haldin á Þingeyri. Nemendur í 1. - 7. bekk frá Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri fjölmenntu og skemmtu sér konunglega. Nemendum var skipt í blandaða hópa á 9 stöðvar í m.a. bandý, skotbolta, boðhlaup og þrautalausnir.
Markmið hátíðarinnar er gefa nemendum færi á að kynnast milli skóla og hreyfa sig. Áður en haldið var heim fengu svo allir flatböku í hádegismat. Við þökkum Þingeyringum kærlega fyrir vel heppnaða og skemmtilega hátíð og hlökkum til að kíkja til Flateyrar á næsta ári.

Emilia Agata Górecka Emilia Agata Górecka | fimmtudagurinn 6. október 2016

Matseðill 10-14 október 2016

Matseðill fyrir vikuna 10-14 október

 

Mánudagur 10 október Grænmetissúpa og heimabakað brauð

 

Þriðjudagur 11 október Steiktur fiskur í raspi, kartöflur, salat og sósa.

 

Miðvikudagur 12 október Kjötbollur í brúnni sósu, kartöflumús, sulta.

 

Fimmtudagur 13 október Pastaréttur ala Petra :) 

 

Föstudagur 14 október Fiskibollur, salat og kartöflur

 

Kveðja Petra Dröfn

 

 

 

 

| miðvikudagurinn 5. október 2016

Samtökin 78 í heimsókn

Fulltrúar frá Samtökunum 78, Guðmunda og Sólveig komu í morgun til okkar og héldu skemmtilega fræðslu fyrir nemendur í 7. - 10. bekk.  Farið var yfir mismunandi kynhneigðir, kynvitund og kyneinkenni. Rætt var um staðalímyndir og jafnrétti. Nemendur fylgdust vel með og sýndu kynningunni áhuga. Við þökkum Samtökunum 78 kærlega fyrir þessa áhugaverðu og skemmtilegu heimsókn.

Nemendaráð Grunnskólans á Suðureyri Nemendaráð Grunnskólans á Suðureyri | miðvikudagurinn 5. október 2016

Þemadagar í október

Nemendaráðið ætlar að hafa alla fimmtudaga í október sem þemadaga. Við hvetjum krakkana til að mæta í skólann í fötum í samræmi við daginn.

Þemadagarnir eru eftirfarandi:

6. okt:  Náttfatadagur

13. okt: Hrekkjavöku þema

20. okt: Svart og hvítt

27. okt: Regnbogadagur

ATH! Muna að koma með utan-yfir föt ef börnin ætla að mæta í þunnum eða stuttum fötum.

- Nemendaráðið :)

 

Vilborg Ása Bjarnadóttir Vilborg Ása Bjarnadóttir | mánudagurinn 3. október 2016

Lestrarátak

Nú er komið að fyrsta lestrarátaki vetrarins hjá nemendurm í 2. - 6. bekk en það stendur til 27. október. Við byrjum á fimmunni en nemendur fengu blað með sér heim í dag þar sem útskýrt er hvað átt er við með fimmunni. Markmiðið er að efla lestraröryggið sem og lesfimina hjá nemendum.

Eldri færslur

« 2020 »
« Október »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Vefumsjón