10. bekkur prufar nýtt prófakerfi
Í dag fengu nemendur í 10. bekk að prufa nýtt rafrænt prófakerfi sem er verið að þróa fyrir samræmd könnunar próf. Við prufuðum að taka prófið í spjaldtölvu, á borðtölvu og á sýndarþjóni. Frá og með næsta ári taka allir nemendur samræmd próf rafrænt. Þann 26. maí munum við svo taka þátt í frekari prufum, en þá mun 3. bekkur prufa kerfið. Þetta er auðvitað góð reynsla fyrir nemendur sem munu þreyta prófin rafrænt í haust.