VALMYND ×

27.mars 2020

Vikan hefur bara gengið nokkuð vel þrátt fyrir allskonar breytingar og bras og við munum setja dagskrá næstu viku upp með svipuðum hætti. Allir nemendur verða í skólanum í 6 kennslustundir á dag. Yngsta- og miðstig frá 8:00 - 12:30, unglingarnir frá 8:10 - 12:40 og Bryndís mun bjóða unglingunum upp á aukaaðstoð ef þarf á þriðjudag  og miðvikudag frá 13:00- 13:40.

Við höfum endurskoðað hvernig við skiptum hópum milli okkar á grundvelli reynslu þessarar viku. Starfsmenn eiga að fara sem allra minnst á milli hópa og í næstu viku munu Bryndís, Sigmar og Adda sjá um unglingastigið, Edda, Jóhannes og Sara um miðstigið og Ása, Linda og Jóna um yngsta stigið. Þetta á við bæði um kennslustundir og frímínútur og þýðir að kennslugreinar raskast nokkuð.  Við gerum okkar besta til að passa að nemendur hittist ekki milli hópa í skólanum og vonum að það hjálpi til við að halda smithættu í lágmarki.

Svo set ég hér að lokum hlekk á endurnýjun tilmæla Landlæknis til heimila. Það er mikilvægt að heimilin taki þetta líka alvarlega og geri sitt til að vinna gegn smithættu. Þó að hér sé fámennt gæti Suðureyri farið mjög illa út úr veikindum sem eru svona bráðsmitandi ef við gætum ekki að okkur.

https://www.heimiliogskoli.is/2020/03/20/samkomubann-og-born-leidbeiningar-fra-landlaekni/

Kveðja

Jóna