Allir í stuði
Við stóru krakkarnir í 8. - 10. bekk erum af eldmóði og ákafa að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til lausnar orku- og megnunarvanda heimsins. Því erum við nú að nema rafmagnsfræði til hlítar og að leita leiða til koma fram með orkukubb sem gæti leyst af hólmi eiturspúandi og sjónmengandi raforkumannvirki heimsins.
Þar sem við gistum þann stað á Jörðinni hvar elsta berg Íslands er að finna [eldfjallaeyjan mikla, 18. milljón ára] þá hefur okkur dottið i hug að hér gæti verið að finna mikla orku. Ætlunin er að kanna hvernig hægt er að beisla þessa orku og koma henni til almennings og fyrirtækja.
Þeirri hugmynd hefur verið skotið fram að hægt væri að vinna úr berginu hentugar einingar sem annað hvort gæfu sjálfar frá sér orku eða að hægt væri að fylla orku/rafmagni.
Þessi vinna er enn á frumstigi en byrjunin lofar góðu og allar góðar ábendingar um framhaldið eru vel þegnar. Vinnuheiti verkefnisins er Sugberg.