Árshátíð Grunnskólans á Suðureyri
Nú eru æfingar á fullu fyrir árshátíðina sem verður haldin fimmtudaginn 15. mars. Það verða tvær sýningar og byrja þær stundvíslega kl. 17:00 og 20:00. Verð á sýningu er kr. 1.000 fyrir fullorðna og frítt fyrir börn 15 ára og yngri. Í ár flytja nemendur Kardemommubæinn eftir Thorbjørn Egner.
Nemendur mæta stundvíslega kl: 09:00 út í félagsheimili á fimmtudaginn. Eftir rennsli fara nemendur heim og hvíla sig fyrir sýningarnar. Nemendur mæta aftur stundvíslega út í félagsheimili kl: 16:30 fyrir fyrri sýninguna og kl: 19:30 fyrir þá seinni. Að seinni sýningu lokinni er diskó til 21:30 hjá yngri (1. - 4.) og 22:30 hjá eldri (5. - 10.).Nemendur fá að sofa aðeins lengur daginn eftir þennan annasama dag og því er mæting kl: 09:40 á föstudaginn.
Við hlökkum til að sjá sem flesta.