VALMYND ×

Árshátíðin heppnaðist vel

Í gær fór fram árshátíð Grunnskólans á Suðureyri. Nemendur byrjuðu daginn á rennsli og síðan generalprufu. Sýningar nemenda um kvöldið heppnuðust vel og mikið var hlegið jafnt á sviði sem út í sal. Nemendur sýndu leikrit um ræningjana í Kardemommubæ undir leikstjórn Bryndísar og tónlistarumsjón Söru.

Að seinni sýningu lokinni var síðan diskó og nemendur dönsuðu og skemmtu sér fram á rauða nótt. Um hundrað gestir mættu og við þökkum þeim öllum kærlega fyrir komuna. Við erum stolt af nemendum sem sýndu dugnað og mikinn áhuga við undirbúning og á sýningunum sjálfum. Takk fyrir frábæra árshátíð.

Myndir frá sýningunum má skoða hér.