VALMYND ×

Aukafrétt um lestur

Ágætu lesendur

Í dag vorum við að fá niðurstöður úr Lesfimiprófum Menntamálastofnunar fyrir þetta skólaár en stofnunin hefur skilgreint þrjú viðmið í lestri fyrir hvern árgang og undanfarin ár höfum við verið undir þeim viðmiðum í nokkrum árgöngum. Niðurstöðurnar núna eru samhljóma niðurstöðum í janúar sem við þorðum varla að trúa og sýna augljósar framfarir nemenda í lestri.  Við lok skólaársins 2020 voru þrír árgangar sem náðu ekki lágmarksviðmiði en nú er aðeins einn árgangur í þeirri stöðu. Við erum himinlifandi með þetta og þökkum öllum sem hafa lagt sig fram, nemendum, foreldrum og starfsmönnum þennan góða árangur.