Bókagjöf í 1. bekk
Í dag fara nemendur í 1. bekk heim með blað sem þeir geta skilað inn á bókasafninu á Ísafirði og fengið bókina Nesti og nýir skór. Það eru félagssamtökin IBBY sem gefa öllum sex ára börnum á Íslandi bækurnar. Með gjöfinni vilja þau stuðla að lestrarmenningu barna.
Við þökkum IBBY kærlega fyrir gjöfina og hvetjum foreldra til að fara með börnin sín á bókasafnið, fá þessa bók og eyða jafnvel smá gæðatíma með þeim í að skoða og kynnast bókasafninu.
Hægt er að lesa nánar um verkefnið hér.