VALMYND ×

Bókakaffi

Í dag var lokahátíð hjá okkur á verkefninu Bókin mín en það er hluti að samvinnuverkefni sem við erum að gera með grunnskólunum á Flateyri og Þingeyri. Nemendur gerðu smásögur sem sett var saman í bók. Foreldrum var boðið í heimsókn til okkar í dag í  bókakaffi þar sem boðið var upp á kaffi og vöfflur og að sjálfsögðu að skoða bókina okkar. Þetta heppnaðist mjög vel og þökkum við foreldrum kærlega fyrir komuna. 

 

Á bóndadag var lopapeysudagur hjá okkur og boðið var upp á þorrasmakk. Nokkrir smökkuðu súrmat í fyrsta skipti.