VALMYND ×

Breytingar á Aðalnámskrá

B+ og C+ hefur verið bætt við námsmatskvarðann, þær einkunnir lýsa hæfni nemenda sem náð hafa að hluta til viðmiðum sem lýst er í aðalnámskrá. Matskvarðinn er því skilgreindur núna sem sex einkunnir: A, B+, B, C+, C og D. Námsmatskvarðinn A-D er skilgreindur þannig að nemandi sem fær B, B+ eða A hefur náð hæfniviðmiðum í 10. bekk. Má því gera ráð fyrir að þeir nemendur sem ná þeim viðmiðum búi yfir hæfni til þess að hefja nám í íslensku, ensku og stærðfræði í framhaldsskóla á hæfniþrepi tvö.

Það er ekki lengur gert ráð fyrir að einkunn í lykilhæfni sé birt á vitnisburðarskírteini nemenda við lok grunnskóla en gert er ráð fyrir því að unnið sé með lykilhæfni á öllum námssviðum og lagt mat á hana í öllum árgöngum.