Brunaæfing
Í dag var haldin brunaæfing í skólanum. Það ,,kviknaði“ í eldhúsinu og skólinn var rýmdur. Nemendur fóru út og svo inn í sundlaug til að halda á sér hita meðan athugað var hvort tekist hefði að ,,slökkva eldinn“ í eldhúsinu. Rýming skólans gekk vel og nemendur stóðu sig með prýði.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn, nú þegar hátíð ljóssins er á næsta leiti, til að ræða við nemendur um eldhættur og hvernig best sé að komast út úr þeirra heimili ef eldur kemur upp.