Danskennsla og fleira
Starfið þessa vikuna hefur nokkuð litast af forföllum starfsmanna en við reynum þó ávalt að láta þau koma sem minnst niður á kennslu nemenda, undantekning frá því eru tímar eldri nemenda sem eru á dagskrá eftir hádegi. Þá tíma mönnum við ekki heldur sendum nemendur heim.
Í þessari viku hófst danskennsla hjá okkur. Allir hópar fá einn tíma á viku, á miðvikudögum, næstu vikur og allt til loka febrúarmánaðar. Nemendur voru glaðir bæði glaðir og spenntir í fyrsta tímanum ein sog sjá má að meðfylgjandi mynd.
Í næstu viku hefjast foreldrakannanir Skólapúlsins, þið munið fá sendan hlekk á könnun sem þið eruð beðin um að svara. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá góða þátttöku svo niðurstöðurnar verði marktækar.
Svo minni ég enn og aftur á lesturinn, mjög mikilvægt er að allir lesi heima í að minnsta kosti 15 mínútur á dag fimm sinnum í viku. Það kemur alveg fyrir okkur að gleyma að skrifa á lestrarmiðann en við segjum nemendum að það eigi samt sem áður alltaf að lesa. Það er nefnilega með lesturinn eins og hverja aðra íþrótt að æfingin skapar meistarann.