VALMYND ×

Eldvarnarátakið og bókagjöf

3. bekkur fékk heimsókn og fræðslu frá slökkviliðinu í dag. 4. bekkur naut góðs af og fékk að sitja með. Farið var yfir hvernig slökkvitæki er gott að eiga á heimilinu og að skulum vera meðvituð um flóttaleiðir ef eldur kemur upp. Eins og ávallt skal hringja í 112 ef hættu ber að. 

 

Við fengum gefins 10 nýjar bækur frá samtökunum Stöndum saman Vestfirðir í dag. Við þökkum þeim kærlega fyrir okkur. Alltaf gaman að fá nýjar bækur í safnið okkar.