VALMYND ×

Ferðalag Miðstigsins um Suðurlandið

1 af 3

Seinustu viku hefur Miðstigið verið að kynna sér Suðurland Íslands. Til að brjóta upp kennslu fengu þau það verkefni að útbúa 3ja daga ferð um svæðið. Þau unnu saman í þremur hópum og stóðu sig frábærlega vel og höfðu mjög gaman af. Þetta vakti mikinn áhuga hjá þeim á Íslandi og að ferðast um landið og þá sérstaklega þetta svæði sem fáir höfðu heimsótt. 

 

Glærusýningin þeirra hefur tekið flotta mynd og eru þau byrjuð að æfa fyrirlestur. Þeim langar að bjóða foreldrum og öðrum aðstandendum í heimsókn næsta föstudag, 19. janúar, og fræða þau um Suðurlandið og segja frá öllu því sem þeim langar að gera og skoða þar. Fyrirlestrarnir verða á milli 11:30 - 12:30 og allir aðstandendur velkomnir sem komast á þeim tíma. 

 

Fleiri myndir koma eftir fyrirlesturinn. 

 

Kveðja 

Miðstigið