Foreldraviðtöl
Námsmat og viðtalstímar fara heim með nemendum á mánudag, 1. febrúar og foreldraviðtöl verða svo þriðjudag og miðvikudag. Lykilhæfni er metin í fyrsta sinn af starfsfólki skólans og munu umsjónarkennarar fara yfir lykilhæfnina með foreldrum og nemendum í viðtölum. Á næsta skólaári munu foreldrar og nemendur einnig meta lykilhæfni. Að öðru leyti er námsmatið hefðbundið. Við hlökkum til að sjá ykkur.