Fræðsla um fjármál fyrir eldri nemendur
Í gær komu Elísabet og Sævar fyrir hönd fjármálavits til okkar og fóru með nemendur í fjármálafræðslu. Fjármálavit er námsefni fyrir nemendur á efsta stigi grunnskóla og er tilgangurinn að veita innblástur í kennslu um fjármál. Efni Fjármálavits er þróað af Samtökum fjármálafyrirtækja (SFF) í samvinnu við starfsmenn þeirra, kennara og kennaranema. Nemendur fengu kynningu, horfðu á myndbönd og gerðu svo áætlun um eyðslu og sparnað. Hægt er að skoða fleiri myndir hér.