VALMYND ×

Fréttir eftir fyrstu skólavikuna á árinu 2019

Skólastarfið fer vel af stað þó að nokkurrar þreytu hafi gætt meðal nemenda fyrstu dagana.  Það er alltaf erfitt að koma sér af stað eftir langt frí. 

Fjórir nemendur frá okkur tóku þátt í nemendaþingi sem boðað var til af hálfu Skólaskrifstofunnar á Ísafirði á fimmtudaginn og voru þeir sjálfum sér, foreldrum sínum og skólanum til mikils sóma.

Nemendur á miðstigi eru duglegir í forritunartímum eins og sjá má á þessum hlekk hér vekur ,,Dash” litli, sem meðal annars er hægt að láta segja smávegis, mikla lukku. https://www.youtube.com/watch?v=_rnhMvdHDbA Nemendur gleyma sér oft við þessa vinnu og eru hér talsvert lengur en stundataflan segir til um.  Það finnst okkur skemmtilegt því þá eru þeir að læra vegna eigin áhuga. 

Allar líkur benda til að flest störf sem nemendur okkar munu vinna við í framtíðinni verði tæknivædd á einhvern hátt svo við verðum að kenna þeim að umgangast þennan heim.  Það má samt sem áður ekki sleppa þeim óbeisluðum í hann, því þarna eins og annarsstaðar þurfa þeir leiðsögn fullorðinna.  Samkvæmt spám verða samskiptafærni, skapandi hugsun og tæknifærni þeir eiginleikar sem verðmætastir verða taldir hjá vinnuafli framtíðar. 

Ég minni ykkur enn og aftur á að vera dugleg við að hjálpa krökkunum við heimalesturinn, nú eru lestrarpróf frá Menntamálastofnun í næstu viku og niðurstöður þeirra getum við notað til að bera okkur saman við nemendur annars staðar á landinu.  Sá samaburður hefur ekki verið okkur nógu hagstæður til þessa og vonandi vinnum við á núna.

Kveðja

Jóna