VALMYND ×

Fréttir vikunnar 10.-14.maí 2021

Í þessari viku ber hæst nemendaþingið sem haldið var á þriðjudaginn. Þá ræddum við um hvernig tækni gæti verið gagnleg eða skaðleg bæði í námi og félagslífi. Allir nemendur tóku þátt og komu með margar góðar tillögur sem svo var forgangsraðað og hér birtast fjögur efstu atriðin í hverjum flokki. 

Í flokkinn gagnlegt í námi fór:

  • o Google docs, classroom, mentor og slides
  • o Að leita að upplýsingum og hugmyndum
  • o Að hlusta á tónlist
  • o Að hjálpa við að læra

Í flokkinn truflandi í námi fór:

  • o Ef nemendur fara í tölvuleiki þegar á að vera að læra
  • o Krakkar geta illa einbeitt sér og fara á youtube
  • o Krakkar geta notað hana til að svindla
  • o Ef nemendur vinna ekki í verkefnum
  • o Ef það er hátt hljóð í tölvunum

Í flokkinn gagnlegt í félagslegum samskiptum fór:

  • o Hægt að vera í samskiptum við fjölskyldu eða vini sem búa langt í burtu til dæmis með messenger eða skype
  • o Hægt að hringja og tala við vini og senda myndir
  • o Hægt að kynnast nýjum krökkum á internetinu
  • o Að senda skilaboð

Og í flokkinn truflandi í félagslegum samskiptum fór:

  • o Fólk hættir að hitta aðra og situr bara í tölvunni
  • o Þegar einhver er lagður í einelti á netinu
  • o Þegar verið er að senda myndir án samþykkis
  • o Fólk talar ekki saman, sendir bara skilaboð eða er í símanum

Svo var spurt ,,hvernig getur tækni verið skaðleg?“ og þar voru þessi fjögur atriði efst á blaði

  • o Ef þú trúir öllu sem þú sérð á netinu
  • o Líka þegar nemendur skoða ljóta hluti á Youtube
  • o Þegar krakkar skoða efni sem er ekki fyrir þeirra aldurshóp
  • o Þegar maður er í símanum allar nætur og er þreyttur eða sefur í skólanum

Og ,,Hvað veldur því að maður ánetjast tækni?“

  • o Tæknin verður sífellt betri og það viðheldur áhuganum og þá heldur maður áfram
  • o Dopamine
  • o Þegar þú gerir ekki neitt annað
  • o Tölvuleikir, Tiktok og svoleiðis

Eins og lesendur sjá, vita nemendur algjörlega hvað er gagnlegt og hvað ekki þegar kemur að tækninotkun. Hugmynd okkar er að nota þessa vinnu nemenda sem grunn að stefnu skólans hvað varðar snjalltækjanotkun.

Frekari umfjöllun um nemendaþing skólans má lesa hér http://www.bb.is/2021/05/ad-laera-um-lydraedi-i-lydraedi/

Orð síðustu viku var ,,agndofa“ og komu 22 tillögur frá nemendum en engin þeirra var rétt en orðið þýðir forviða eða stein hissa. Orð næstu viku er komið upp á vegg og tengill á það fylgir einnig hér með. https://padlet.com/grsud1/7zfn9sdj6gv7f475

Og síðast en ekki síst minnum við á foreldrafræðsluna sem verður þriðjudaginn 18.maí kl.17-19 hér í grunnskólanum. Fræðslan er hluti af þróunarverkefninu okkar sem hefur það að markmiði að efla þekkingu samfélagsins alls á því hvað það þýðir að ala upp barn í fjölmenningarsamfélagi. Vonandi geta allir foreldrar mætt.

Kveðja

Starfsfólkið í skólanum