VALMYND ×

Fréttir vikunnar 16. - 19. október

Í dag var fyrsta nemendaþing vetrarins. Ákveðið var að taka fyrir reglur á skólalóðinni, í matsalnum og á gangi/í stiga. Nemendum var skipt í hópa og ræddu sín á milli. Í lokin kynnti hver hópur sínar niðurstöður. Það er alltaf gaman að sjá hvað nemendur eru dugleg að taka þátt og koma með hugmyndir. 

Á morgun er starfsdagurr og vetrarfrí er síðan föstudaginn 20. og mánudaginn 23. október.

Eins og flestir vita hefur verið boðað til kvennaverkfalls þriðjudaginn 24. október. Þar af leiðandi verður skólinn lokaður þann dag.