VALMYND ×

Fréttir vikunnar 18.-22. nóv

Vikan litaðist talsvert af því að nú voru foreldraviðtöl á dagskrá hjá okkur og að þessu sinni með alveg nýju sniði. Nemendur voru á ábyrgðarhlutverki og völdu hvað þeir vildu sýna foreldrum sínum af þeim verkefnum sem þeir hafa verið að vinna í vetur og tóku einnig sjálfir ákvörðun um annað sem þeir vildu ræða. Þetta var í fyrsta skipti sem við reynum þetta og við þurfum að sjálfsögðu að æfa okkur til að geta verið viss um að allir þeir þættir sem við viljum ná fram með þessu komi í ljós. Við erum sannfærð um að þetta fyrirkomulag auki tilfinningu nemenda fyrir eigin ábyrgð og geri þá meðvitaðri um mikilvægi þess að vera virkur þátttakandi í samfélagi því með því er hægt að hafa áhrif.  Okkur langar einnig að vita hvernig ykkur leist á þetta og því fenguð þið sendan í tölvupósti hlekk á könnun með tveimur spurningum sem okkur þætti vænt um ef þið gæfuð ykkur tíma til að svara

Ef þið eruð í einhverjum vandræðum með mentor er best að koma bara við hér í skólanum og við leiðbeinum ykkur. Ef það vantar bara nýtt lykilorð get ég látið senda ykkur það í tölvupósti.

Í næstu viku gerum við ráð fyrir að nemendur 3.-6.bekkjar fari á leiksýningu á ísafirði á fimmtudag, það er verkið Djákninn á Myrká sem þeim býðst að þessu sinni.

Kveðja

Jóna