Fréttir vikunnar 18.-22.maí
Sundkennsla
Sundkennslan í vikunni gekk mjög vel og er hún Guðríður sundkennari hæst ánægð með frammistöðu nemenda, framkomu þeirra og vilja til að taka leiðsögn. Það verður svo líka sund á mánudag og þriðjudag.
Stelpur og tækni
Við fengum boð um að taka þátt í ráðstefnu frá Háskólanum í Reykjavík. Ráðstefnan nefndist ,,Stelpur og tækni“ og var ætluð stelpum í 10.bekk og hefur verið haldin árum saman fyrir Reykjavíkurskólana en var núna rafræn vegna Covid-19 og þá ákváðu aðstandendur hennar að bjóða hana um allt landið. Þar sem okkar stelpur eru ekki það margar buðum við 9.bekk að vera með að þessu sinni. Stelpurnar fengu kynningu á umhverfi Háskólans í Reykjavík og svo kynningu á vefsíðugerð og tónlistarforritun. Þetta var bæði skemmtileg og lærdómsrík tilbreyting og vonandi koma fleiri svona tækifæri upp í hendurnar á okkur.
,,Föstudagsverkefni í næstu viku“
Föstudagsverkefnin hafa verið mjög vinsæl hjá okkur og nemendur hafa yfirleitt verið duglegir að vinna við þau. Í næstu viku verður lokaverkefni og fá krakkarnir fjóra tíma á miðvikudegi, fimmtudegi og föstudegi til að vinna við verkefnið að þessu sinni, alls 12 tíma. Kynning verður síðan 2.júní, við hefðum viljað bjóða ykkur að koma og vera með okkur þá en þar sem það enn mælt með að takmarka heimsóknir fullorðinna í skólann langar okkur til að taka kynningarnar upp og gera þær aðgengilegar fyrir ykkur. Eitt af markmiðum þessara verkefna er að efla vitund nemenda um eigið nám, sjálfstæði og ábyrgðartilfinningu fyrir framförum. Í þeim tilgangi báðum við nú alla nemendur að skilgreina eigin markmið með verkefninu og setja niður leiðir fyrirfram. Þetta reyndist mörgum nemendum erfitt og því má búast við smá mótlæti í næstu viku. Við teljum þetta nauðsynlegt framfaraskref og vitum að þegar það hefur verið unnið einu sinni verður það mun léttara næst