Fréttir vikunnar 19.-23.okt
Um þessar mundir eru námshóparnir okkar á fullu við að vinna með samskipti. Eitt af því sem gerum til að byggja upp góð samskipti er að ræða með krökkunum hvernig góð samskipti eru og hvernig samskipti leiða til erfiðleika. Þessa vikuna var miðstigið að ræða hvernig nemendur vilja hafa samskiptin og kennslustundirnar, hvers þeir þarfnast og hvað þeir vilja ekki. Einnig hvernig þeir vilja að kennarar komi fram við þá og hvernig þeir vilja alls ekki að kennarar komi fram. Yngsta stigið var að skilgreina hlutverk nemenda og kennara í kennslustofunni og það er ljóst að nemendur vita alveg hvaða hegðun kemur sér vel og er gagnleg fyrir þá, þeir geta bara ekki alltaf fylgt henni eftir. Myndirnar sem hér fylgja með eru af samantekt úr þessari vinnu. Gaman væri ef foreldrar gætu rætt þetta líka heima því auðvitað hafa börn og foreldrar ólík hlutverk þar og það getur einnig verið mjög gott að skýra þau.
Hafið það gott um helgina
Kveðja
Starfsfólkið í skólanum.