VALMYND ×

Fréttir vikunnar 25.-29.janúar 2021

Hér má sjá nýja skólastjórann
Hér má sjá nýja skólastjórann
1 af 2

Í dag voru skil á áhugasviðsverkefninu sem nemendur eru búnir að vera að vinna að undanfarnar vikur. Umfjöllunarefni þeirra voru margbreytileg enda máttu nemendur velja viðfangsefni núna. Það voru tekin fyrir efni eins og norðurljós, átröskun, fyndnar staðreyndir um hunda, Manchester United, 1.apríl, Appoló geimflugarnar, bölvun Chucky, draugar, sólmyrkvi, bandarískur fótbolti og heimskautarefurinn svo eitthvað sé nefnt. 

Skilin voru fjölbreytt og skemmtileg og nemendum er að fara mikið fram í að koma efni frá sér á skipulagðan hátt.  Vinnusemi þeirra við verkefnin hefur líka lagast mikið og ef ekki væri um samkomutakmarkanir að ræða myndum við bjóða ykkur á kynningu og vonandi getum við gert það fyrir vorið. Við höfum líka útbúið sérstaka heimasíðu þar sem við söfnum öllum verkefnum nemenda og erum að velta fyrir okkur hvort hægt er með einhverjum ráðum að opna hana án þess að það stangist á við persónuverndarlög.  Um helgina mun birtast grein í veftímaritinu Skólaþræðir um verkefnið okkar og henni verður deilt inn á facebooksíðu skólans svo þið getið lesið hana þaðan.

Hafið það gott um helgina

Kveðja

Starfsfólkið í skólanum.