VALMYND ×

Fréttir vikunnar 27.apríl – 1.maí

Miðstig fór í ruslahreinsun á skólalóðinni og í tjörninni,
Miðstig fór í ruslahreinsun á skólalóðinni og í tjörninni,
1 af 2

Mikið var nú gott að fá nemendur aftur í skólann eftir þriggja vikna fjarveru, sem samanstóð af páskafríi og lokun vegna sóttvarna.  Starfið hefur ekki getað verið alveg samkvæmt stundaskrá hjá okkur þessa viku þar sem við erum enn að passa að nemendur og starfsfólk blandist ekki á milli hópa, en þetta hefur samt sem áður gengið furðu vel og við höfum nýtt góða veðrið til margskonar útikennslu eins og meðfylgjandi myndir sýna. Í næstu viku verður dagskráin með sama hætti og í þessari en svo gerum við ráð fyrir að geta horfið aftur til hefðbundinnar stundatöflu etir 11. maí þegar vonandi verður slakað á sóttvörnum. Þangað til biðjum við ykkur um að muna að ekki er mælt með því að börn leiki við aðra en bekkjarfélaga og þá sem þau eru í daglegri umgengni við. 

Við erum að byrja að skipuleggja starf næsta vetrar og gerum ráð fyrir talsverðum breytingum á uppsetningu á stundatöflu nemenda. Í fyrsta lagi mun skóladagurinn að öllum líkindum lengjast nokkuð hjá öllum nemendum, þó fyrst og fremst þeim yngstu. Það hugsum við okkur að gera til að veita þeim lengri tíma í íslensku málumhverfi þannig að betur gangi að læra tungumálið og fyrir þá sem eru í góðum málum hvað það varðar verður þessi viðbót vonandi til þess að þeir verða enn betri. Ef þetta gengur eftir munu fyrstu 20 mínútur hvers skóladags alltaf verða notaðar til yndislesturs. Eins erum við að skoða hvort hægt er að færa verkgreinar á miðstigi og ,,föstudagsverkefni“ til í töflu þannig að þessir tímar verði eftir hádegið. Það er reynsla okkar að nemendur eigi erfiðara með að einbeita sér að bóknámi þegar líða fer á daginn og því viljum við prófa að gera þetta svona.  Þetta er þó allt enn í skoðun en vonandi getum við verið með þetta tilbúið áður en skóla lýkur í vor.

Kveðja

Starfsfólkið í skólanum.