VALMYND ×

Fréttir vikunnar 28.okt-1.nóv 2019

Skáld í skólum bregða á leik.
Skáld í skólum bregða á leik.
1 af 4

Það er alltaf stuð hjá okkur í skólanum. Í liðinni viku fengum við heimsóknina ,,Skáld í skólum“ sem er bókmenntadagskrá á vegum rithöfundasambands Íslands. Þau Linda Ólafsdóttir, teiknari og barnabókahöfundur og Vilhelm Anton Jónsson söngvari, tónlistarmaður og barnabókahöfundur komu og voru með skemmtilega dagskrá fyrir 1.-4.bekk. Meiriháttar miðstig var svo með bekkjarskemmtun á miðvikudaginn þar sem farið var í leiki, spilað, borðuð pitsa og margt fleira til gamans gert. Stór hluti nemenda á unglingastigi fór á Halloween-ball til Ísafjarðar í gærkvöldi og skemmti sér hið besta. Svo sjá má að hér er alltaf eitthvað um að vera.

Okkur gengur þokkalega að vinna að föstudagsverkefninu okkar þar sem nemendur sjálfir velja sér viðfangsefni fyrir fjórar samliggjandi kennslustundir. Nemendur unglingastigs eru mjög færir í þessari vinnu en þeir yngri þurfa að vonum meiri aðstoð en tilgangur þessa er að veita nemendum tækifæri til að fræðast um viðfangsefni sem þeir sjálfir hafa áhuga á og jafnframt að kynna þeim fjölbreyttar leiðir við nám og kynningu á niðurstöðum.

Í næstu viku verða tveir kennaranemar hjá okkur, þeir eru okkur ekki alveg ókunnugir en það eru þær Ólöf Birna og Álfdís Hrefna. Föstudaginn 8.nóvember sem er baráttudagur gegn einelti á Íslandi verðum við svo með annað nemendaþing vetrarins og að þessu sinni verður fjallað um samskipti og hvernig má koma í veg fyrir einelti.