VALMYND ×

Fréttir vikunnar 30.mars - 3.apríl

Gleði
Gleði
1 af 2

Þar sem við vitum að rútína og reglur henta börnum best þá höfum reynt að halda úti sem eðlilegustu skólastarfi þessar síðustu vikur. Því hafa fylgt ýmsar áskoranir bæði fyrir starfsmenn og nemendur en við erum þakklát fyrir hvernig þetta hefur þó gengið.  Við getum ekki sagt til með vissu hvernig starfið verður hjá okkur eftir páskafrí en ef aðstæður breytast ekki, gerum við ráð fyrir að skipulagið verði með sama hætti og núna. Það er að Bryndís, Sigmar og Arnheiður séu með elsta stigi, Edda, Jóhannes og Sara með miðstigi og Ása, Linda og Jóna með yngsta stigi. Skóladagurinn verði frá 8.00 – 12:20 hjá yngsta stigi, 8.00 – 12:30 hjá miðstigi og 8:10 – 12.40 hjá elsta stigi. Við erum að reyna að passa að nemendur hittist ekki í anddyrinu og þess vegna byrja ekki allir á sama tíma og fara út á ólíkum tímum.

Við biðjum ykkur að fylgjast vel með fréttum á heima-og facebooksíðum skólans á annan í páskum, þar munum við birta upplýsingar um skólastarfið eftir páskaleyfi.

En það eru líka jákvæðir hlutir að gerast. Fjórir nemendur frá okkur tóku þátt í skólaskámóti Vestfjarða og lönduðu 2. og 3. sæti, við erum hæst-ánægð með það. Næsta umferð verður spiluð á fimmtudaginn, tölvupóstur var sendur í vikunni um hvernig maður tekur þátt.

Í dag var svo allskonar húllumhæ í skólanum til að fagna páskafríi eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Hafið það gott um páskana og gott er að hafa í huga ýmis ráð sem hafa verið birt sem eiga að létta manni lífið þessa daga og mikilvægt er að gæta að sóttvörnum allan daginn alla daga.

Við vonum að allir verði duglegir að lesa og hreyfa sig í páskafríinu og komi hressir til starfa að því loknu.

Kveðja

Starfsfólkið í skólanum.