Handbolti og tilraunir
Fyrir helgi fengum við heimsókn frá handboltadeild Harðar. Grétar þjálfari kom og gaf skólanum mjúkbolta sem eru gefnir af HSÍ vegna átaks sem þeir eru í. Mjúkboltar eru sérstaklega gerðir fyrir yngri krakka. Það er auðveldara að grípa þá og ekki vont að fá þá í sig. Nemendur í yngri hóp tóku á móti gjöfinni og fengu svo að spreyta sig í því að kasta á milli og læra að nota boltanna saman.
Á miðstigi ræddum við um stöðurafmagn og nemendur fengu að skoða og prufa stöðurafmagnspinna sem lætur hluti svífa.
Hægt er að sjá myndir frá deginum hér.