Heimanám nemenda vegna sóttvarna
Á þessum fyrsta degi sem skólinn er lokaður hefur starfsfólk skipulagt heimanám fyrir nemendur. Við gerum ekki ráð fyrir öðru en daglegum lestri fyrir yngstu nemendur og hafa foreldrar þeirra fengið tölvupóst um það.
Nemendur á unglingastigi eru með ipadana heima og fara í kennslustundir gegnum zoom. Sú fyrsta verður klukkan 9:00 í fyrramálið. Þeir hafa líka fengið vikuáætlanir og æfingaplan fyrir hreyfingu.
Haft var samband við foreldra nemenda á miðstigi vegna hugmyndar um að senda þeim einnig ipadana sína heim og allir sem náðst hefur í eru nú búnir að sækja ipadana í skólann ásamt öðrum skólaverkefnum sem liggja fyrir vegna þessarar viku. Þeir sem við náðum ekki í dag fengu sms og við biðjum þá að hringja og svo mælum við okkur mót á morgun.
Svo vonum við bara að allir verði duglegir að lesa og vinna verkefnin sín þessa daga sem skólinn er lokaður.
Bestu kveðjur
Starfsfólkið í skólanum