VALMYND ×

Helstu fréttir vikunnar 27. nóvember - 1. desember

1 af 2

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur hér í skólanum. Nemendur á mið - og unglingastigi voru að klára sínar smiðjur um efni sem þau völdu sjálf. Kynning var á fimmtudaginn en örfáir eiga eftir að kynna. Margt mjög áhugavert hjá þeim.

Þeir sem eru í vali í heimilifræði á fimmtudögum buðu foreldrum á kaffihús í Grunnskólanum á Ísafirði og heppnaðist það mjög vel. 

Í dag 1. desmber var opið hús hér hjá okkur þar sem foreldrar voru velkomnir í heimsókn. Við þökkum þeim sem komust, það er alltaf gaman að fá ykkur í heimsókn.  

Í dag var einnig dagur íslenskrar tónlistar og að því tilefni sungu nemendur á yngsta stigi með þeim systkinum í Celebs. Allir voru mjög duglegir að syngja.

Á mánudag og þriðjudag í næstu viku verða föndurdagr hjá okkur.