VALMYND ×

Helstu fréttir vikunnar 5.-9.nóvember

Nú eiga allir nemendur að sjást vel í myrkrinu.
Nú eiga allir nemendur að sjást vel í myrkrinu.

Þessa viku hefur verið talsvert um forföll starfsmanna og kennsla elstu nemendanna því raskast nokkuð þó að ávalt sé reynt að manna kennslu eins og mögulegt er getur það verið snúið með ekki fjölmennari starfsmannahóp. 

Á miðvikudaginn fengum við heimsókn frá Klofningi sem færði nemendum og starfsmönnum endurskinsmerki og þökkum við kærlega fyrir þá umhyggju sem sú gjöf sýnir.

En við fengum líka óboðinn og óvelkominn gest, en lús greindist hjá okkur í vikunni og hvet ég foreldra til að taka á því máli af ábyrgð.  Nákvæmar lýsingar á hvernig skal fast við lús eru á heimasíðu landlæknis https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12489/Hofudlus-(Pediculus-humanus-capitis).

Á fimmtudag var alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti og dagana á undan ræddum við um margar birtingarmyndir þess og hvað hægt er að gera til að koma í veg fyrir eineltishegðun, bæði barna og fullorðinna og afrakstur þess var svo birtur í tveimur myndböndum sem hægt er að skoða af heimasíðunni okkar.

Í dag, föstudag fóru unglingarnir í þriðju og síðustu ferðina sem skólinn skipuleggur í Fablab smiðjuna á Ísafirði.  Markmið þeirra heimsókna var að kynna nemendum hvað hægt er að gera þar og sýna þeim möguleika á að vinna sjálfstætt í smiðjunni.

Foreldrafundur

Þriðjudaginn 13.nóvember boðum við til foreldrafundar.  Fundurinn hefst kl.17:00 og honum lýkur ekki síðar en kl.18:00.  Túlkað verður bæði á tælensku og pólsku á fundinum.  Á fundinum verður farið yfir tillögur að starfsreglum fyrir foreldrafélagið.  Hugmynd okkar í skólanum er að reyna að færa foreldrafélagið yfir á formlegri grunn þannig að það fái sérstaka kennitölu og samþykktar starfsreglur þar sem meðal annars er kveðið á um hvernig skal skipa í stjórn þannig að sama fólkið sitji ekki uppi með stjórnina árum saman.  Einn aðili hefur gefið sig fram sem er tilbúinn til stjórnarstarfa en enn vantar tvo meðstjórnendur og þrjá varamenn. 

Ágætu foreldrar, þið eigið þetta samfélag saman og það er allra hagur að í því finnist sterkt afl sem lætur sig hagsmuni barnanna varða.  Það er hlutverk foreldrafélagsins.  Fundarboðið hefur verið sent í mentor á alla foreldra ásamst tillögum að starfsreglum sem verða til umræðu á fundinum. Mikilvægt er að allar fjölskyldur skólabarna eigi að minnsta kosti einn fulltrúa á fundinum.

Hafið það gott yfir helgina

Kveðja

Jóna