VALMYND ×

Hjólaferð til Ísafjarðar

Sex stelpur úr 7.-10.bekk fóru hjólandi til Ísafjarðar þann 13.september, alls 23 km. Hjólaferðin var hluti af útivstarvali eldri hóps. Eftir ævintýralega hjólaferð, komu þær allar frískar, blautar, glaðar og þreyttar yfir á Ísafjörð. Veðrið var margbreytilegt og ævintýralegt á köflun, með vænum skerf af rigningu og miklum hliðarvindi, allt eftir því hvað veðrinu þóknaðist. Ein hafði það svo á orði að hún hefði aldrei þurft að hjóla niður brekku áður. 
 
Fyllsta öryggis var gætt að sjálfsögðu, allar voru með hjálm og vel klæddar, og í endurskinsvesti. Sara kennari fór fremst með blikkljós, auk þess sem Þormóður keyrði á eftir hópnum með blikkljós. Hópurinn kom sér fyrir í Gamla bakaríinu og fékk snúð og kókómjólk að launum fyrir að hafa klárað svo krefjandi og skemmtilegt verkefni. Stelpunum þótti skemmtilegast að hjóla í gegnum göngin, enda ekki eitthvað sem þær gera á  hverjum degi. Klárlega ferð sem ætti að endurtaka!
 
Hér má skoða fleiri myndir frá ferðinni.