VALMYND ×

Hugmyndakassi- matseðill- lýðræði!

Um daginn settum við (matráður og kennarar) upp hugmyndakassa í matsalnum og krakkarnir máttu skrifa á miða hugmyndir af mat sem ég (matráður) ætti að elda handa þeim. Margar góðar hugmyndir komu upp úr kassanum en vinsælast var þó HAKK OG SPAGETTÍ, þar á eftir kom LASAGNE og í því þriðja var það gamla góða PIZZAN. Kassinn er komin aftur upp og megið þið krakkar endilega halda áfram að skrifa á miða og setja í hann. Mega vera margar hugmyndir á einum miða. Frumlegar, skrýtnar, fyndnar, allskonar hugmyndir eru vel þegnar EN einungis ein hugmynd af sama mat frá einu barni. Hérna kemur listinn yfir þær hugmyndir sem komu upp úr kassanum frá krökkunum og atkvæðin skiptast þannig:

Hakk og spagettí: 6 atkvæði

Lasagne: 5 atkvæði

Pizza: 4 atkvæði

Tortilla: 3 atkvæði

Kjötsúpa: 2 atkvæði

Grænmetisbuff: 2 atkvæði

Grænmetissúpa: 2 atkvæði

Fiskur í raspi: 2 atkvæði

Kjöt í karrý: 2 atkvæði

Skyr og ávextir(ávaxtasósa): 2 atkvæði

Píta: 2 atkvæði

Hamborgarar: 2 atkvæði

Pasta, fiskur í rjómasósu,makkarónugrautur, kjúklingaleggir, grjónagrautur, pylsur, kakósúpa: 1 atkvæði.

 

Takk fyrir skemmtilegar og góðar hugmyndir, keep up the good work :)

Kveðja Petra.