Íþróttaskóli HSV á Suðureyri
Íþróttaskóli HSV mun hefjast miðvikudaginn 3.febrúar. Íþróttaskólinn er samvinnuverkefni HSV, aðildafélaga HSV og Ísafjarðarbæjar. Íþróttaskólinn er ætlaður börnum í 1-4. bekk í grunnskólum Ísafjarðarbæjar og geta öll börn á þessum aldri skráð sig í skólann og tekið þátt. Íþróttaskóli HSV leggur áherslu á grunnþjálfun barna ásamt því að þau fái þjálfun í flestum þeim íþróttagreinum sem í boði eru á eldri stigum aðildarfélaga HSV. Á vormisseri er skólanum skipt upp í þrjá hluta þ.e. grunnþjálfun, boltaskóla og skíðaæfingar.
Grunnþjálfun: Í grunnþjálfun er áhersla lögð á hreyfingu og hreyfiþroska barna. Fjölbreyttar æfingar verða í boði, farið í leiki, þrautir, fimleika, hopp, hlaup, köst, aðrar greinar kynntar og margt fleira. Grunnþjálfun er í boði einu sinni í viku. Þjálfari er Þorgerður Karlsdóttir.
Boltaskóli: Í boltaskólanum verður boltagreinum skipt upp í tímabil og þjálfuð ein grein í einu. Boltagreinarnar í skólanum eru knattspyrna, körfuknattleikur og handknattleikur. Geta börnin því fengið að kynnast öllum þessum greinum og æft hverja grein yfir veturinn. Boltaskóli er í boði einu sinni í viku og verðum við í körfubolta fyrsta tímabil vetrarins. Æfingarnar eru undir stjórn þjálfara hvers boltafélags.
Dagar |
Íþrótt |
|
Tímabil 1 |
3.feb-2.mars |
Körfubolti |
Tímabil 2 |
9.mars-13.apríl |
Handbolti |
Tímabil 3 |
20.apríl-25.maí |
Fótbolti |
Skráningarleiðbeiningar og frekari upplýsingar á www.hsv.is