VALMYND ×

Jólaleyfi

Desember hefur liðið hratt enda búið að vera nóg að gera. Nemendur hafa verið að gera jólakort og jólaskraut.  

Litlu jólin voru hjá okkur í dag. Helgileikur sem yngsa stig bauð upp á og 10.bekkur sá um að lesa upp jólasögu og jólaljóð. Nemendur dönsuðu í kringum jólatré og að sjálfsögu fengum við jólasveina í heimsókn.  

Skólahald hefst aftur 6.janúar.

Við óskum ykkuröllum gleðilegra jólahátíðar með kærri þökk fyrir árið sem er að líða.