Kómedíuleikhúsið - Tindátarnir
Í morgun bauð Kómedíuleikhúsið nemendum 1. - 7. bekk upp á leiksýninguna Tindátarnir, sem er byggð á samnefndri ljóðabók Steins Steinarrs. Leiksýningin er sett upp sem skuggabrúðuleikhús, sem er lítið notað leikhúsform hér á landi, en fangaði vel athygli nemenda.
Sýningin var vegna samnings Ísafjarðarbæjar við leikhúsið og erum við afar þakklát fyrir að fá tækifæri til að njóta leiksýningar.