Lestrarátak
Af skólaverkefnunum er lesturinn líklegast það sem mikilvægast er að þjálfa á hverjum degi. Við leggjum áherslu á að allir lesi heima í það minnsta fimmtán mínútur, fimm sinnum í viku. Við fullorðna fólkið og þá sérstaklega, foreldrar, erum fyrirmyndir barnanna okkar í lestri eins og öðru og því er hjálplegt fyrir krakka að sjá foreldra sína lesa og enn betra ef foreldrarnir geta gefið sér tíma til að lesa fyrir þá. Það er enginn of gamall til að hafa gaman af því að hlusta á skemmtilegar sögur og framhaldssögulestur getur verið gefandi samverutími fyrir fjölskyldur. Næstu tvær vikurnar ætlum við í skólanum að leggja enn meiri áherslu á lesturinn en venjulega og byrja alla daga á að lesa saman í fimmtán mínútur.