Lestrarsprettur
Nú er að hefjast lestrarátak hjá okkur í 1. - 3. bekk en það byrjar í dag og lýkur 24. febrúar. Markmiðið er að nemendur lesi að lágmarki í 30 mínútur á dag. Reiknað er með því að nemendur lesi 15 mínútur í skólanum og að lágmarki 15 mínútur heima. Nemendur stefna að því að lesa um 9000 mínútur á þessu tímabili. Ef það næst munum við gera okkur glaðan dag en þau eru búin að velja hvað verður gert.