List fyrir alla- Dýratónar
Nemendur í 1. - 7. bekk fóru í Edinborgarhúsið á viðburðinn Dýratónar. Dýratónar er viðburður þar sem tónlist og líffræði takast í hendur. Það eru tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir og líffræðingurinn Edda Elísabet Magnúsdóttir sem taka höndum saman og leiða börn eftir tónstigum og taktsviðum dýraríkisins.
Seinna í vikunni munu þær Sóley og Edda heimsækja 5. 7. bekk og vinna með þeim verkefni út frá Dýratónum.