Litla íþróttahátíðin
Á föstudaginn var litla íþróttahátíðin haldin á Þingeyri. Nemendur í 1. - 7. bekk frá Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Þingeyri fjölmenntu og skemmtu sér konunglega. Nemendum var skipt í blandaða hópa á 9 stöðvar í m.a. bandý, skotbolta, boðhlaup og þrautalausnir.
Markmið hátíðarinnar er gefa nemendum færi á að kynnast milli skóla og hreyfa sig. Áður en haldið var heim fengu svo allir flatböku í hádegismat. Við þökkum Þingeyringum kærlega fyrir vel heppnaða og skemmtilega hátíð og hlökkum til að kíkja til Flateyrar á næsta ári.