Vikan 22. - 26.september
Það er búið að vera mikið um að vera hjá okkur í þessari viku. Á þriðjudaginn fórum við til Flateyrar í fuglaskoðun en það er hluti af samvinnuverkefni okkar við skólana á Flateyri og Þingeyri. Gengið var um eyrina og fuglar á veggjum húsa skoðaðir. Einnig var hægt að skoða fugla í gegnum kíkir við höfnina. Hann Cristian Gallo frá Náttúrustofu Vestfjarða var með unglingastiginu og fræddi þau um fuglana og svaraði spurningum.
Á miðvikudaginn kíkti Þorgrímur Þráinsson til okkar og var með fyrirlesturinn Verum ástfangin af lífinu fyrir unglingastig. Einnig bauð hann upp á skapandi skrif fyrir mið- og unglingastig.
Vona að þið eigið góða helgi.