Vetrarfrí
Föstudaginn 17.október hefst vetrarfrí hjá okkur og því ekki skóli hjá nemendum. Skólahald hefst að nýju miðvikudaginn 22. október samkvæmt stundarskrá. Þann dag er bleikur dagur hjá okkur og því hvetjum við alla til að mæta í bleiku.
Nemendaþing var haldið í síðustu viku en þar unnu nemendur með skólareglurnar. Góð vinna var meðal nemenda en í heildina voru þau sátt við þær reglur sem voru en vildu skýra sumar betur.