VALMYND ×

Mentor fyrir nemendur og foreldra

Sæl verið þið ágætu foreldrar

Við erum spennt að byrja og hlökkum til að vinna með ykkur og krökkunum. Á mið- og unglingastigi ætlum við okkur að nota mentor með markvissari hætti en áður og því er mikilvægt að bæði nemendur og foreldrar séu með virk lykilorð.  Það eruð þið gefið börnum ykkar lykilorð og það getið þið ekki nema vera komin með lykilorð sjálf.

Ef ykkur vantar nýtt lykilorð er hægt að fara á ,,innskráning” og gleymt lykilorð, þá fáið þið lykilorðið sent á netfangið sem er skráð hjá ykkur í mentorkerfi skólans.

Þið getið líka pantað tíma hjá mér og ég leiðbeini ykkur í gegnum þetta.  Munið að við erum hér í vinnu fyrir ykkur og þið eruð ekki að trufla okkur með því að koma eða hafa samband svo endilega sendið póst á jonab@isafjordur.is ef ykkur vantar aðstoð og ég aðstoða ykkur með ánægju.

Ef þið eruð í vandræðum er góða hjálp að fá á heimasíðu mentor og í skjali sem fylgdi með í tölvupósti sem ég sendi áðan eru leiðbeiningar um hvernig má nálgast hana.

 

Kveðja

Jóna