VALMYND ×

Námskeið/fundur með foreldrum

Á morgun miðvikudag  í Grunnskólanum á Suðureyri kl 17:00 verður í boði fyrir foreldra og nemendur á miðstigi á Suðureyri og Flateyri fundur með Magnúsi Stefánssyni.

Hann býður upp á fræðslustund um meðferð og umgengni við netið, snjalltækin og samskiptamiðla fyrir foreldra og börn.

Ofnotkun á tölvum og snjalltækjum er vaxandi vandamál og mikilvægt er að við foreldrar stýrum notkun barnanna okkar á þessum tækjum.

Við munum á þessum fundi skoða framsetningu á ýmsum vörum í gegnum tíðina og velta fyrir okkur hvort auglýsingar segi okkur allan sannleikann. Einnig skoðum við skynsamlega notkun á tölvum og snjalltækjum, hvað rannsóknir segja um mikla netnotkun og möguleg líkamleg áhrif ofnotkunnar snjalltækja.

Skoðuð verða dæmi um hversu auðvelt er að þykjast vera annar en maður er og hversu auðvelt það er að misnota þessa tækni. Tölvuleikir og öpp, svo sem Instagram, Snapchat, Musical.ly, Facebook og fl. verða einnig rædd.

Við minnum einnig á fund í stjórnsýsluhúsinu fyrir alla foreldra kl 20:00 3. maí. Sjá nánar hér.