VALMYND ×

Náttúrufræðival

Nemendur í 7. - 10. bekk taka þátt í vali líkt og undanfarin ár. Fjölbreytt val er í boði á vorin og allt það vinsælasta hjá nemendum er boðið upp á í vali skólaárið á eftir. Í ár völdu nemendur sér m.a. skólahreysti, heimilisfræði, áhugasvið, spænsku og útivist. Við skiptum árinu í 8 tímabil og nemendur staldra stundum stutt við í vali á meðan önnur taka meiri tíma.

Eitt slíkt val byrjaði í gær, náttúrufræðival. Í náttúrufræðivali fá nemendur stutta kynningu á lögmáli eða hugtökum og gera svo tilraunir, stórar og smáar sem tengjast hugtakinu eða lögmálinu. Í gær fengu nemendur kynningu á Newton og lögmálum sem hann setti fram. Að því loknu gerðu þau tilraunir.