Norræna skólahlaupið
Í dag tóku nemendur skólans þátt í Norræna skólahlaupinu í fyrsta skipti í mörg ár. Hlaupið var út að Brjót og til baka, sem samkvæmt nýjustu mælingum eru 2,5 km. Allir nemendur tóku þátt og allir lögðu sig mikið fram.
Ég hafði í síðustu viku fyrir hönd skólans skorað á Akurskóla í Reykjanesbæ um hvor skólinn næði fleiri kílómetrum á nemenda. Vitað var að Akurskóli hljóp 5,5 km á föstudaginn og markmið okkar var því að hlaupa meira. Af 47 nemendum voru 42 mættir í skólann og allir tóku þátt. Það hlupu allir 5 km eða meira og þeir allra hörðustu hlupu 10 km. Þetta gera 6,96 km á hvern nemenda sem er stórkostlegur árangur.
Sérstaklega var gaman að sjá hvernig þau hvöttu hvort annað til dáða, þegar þau hittust á hlaupum. Drifu hvort annað áfram. Þetta er samheldinn og frábær hópur nemenda sem náði glæsilegum árangri.
Ég vill minna á átakið Göngum í skólann, en við munum taka þátt í því í ár. Átakið byrjar í næstu viku og allir nemendur eru hvattir til að ganga í skólann. Þeir sem búa lengst í burtu, geta látið skutla sér að bænum og gengið síðan restina til að taka þátt. Einnig er í boði að hjóla eða koma á hlaupahjóli. Næsta vika er einmitt líka alþjóðleg hreyfivika og því ætlum við að vera sérstaklega dugleg að hreyfa okkur í næstu viku.
Hægt er að skoða fleiri myndir hér.