VALMYND ×

Norræna skólahlaupið

Á miðvikudag tóku nemendur þátt í Norræna skólahlaupinu líkt og í fyrra. Veðrið var gott og nemendur staðráðnir í að gera betur en í fyrra. Metið frá því í fyrra var 6,96 km að meðaltali, þegar 42 af 47 nemendum tóku þátt. Í ár tóku allir 43 nemendur þátt og hlupu þau 300 km saman eða 6,98 km að meðaltali. Þeir allra hörðustu hlupu 12,5 km en langflestir hlupu 5 eða 7,5 km. Frábær árangur annað árið í röð hjá áhugasömum og duglegum nemendum.
Í dag lýkur svo átakinu göngum í skólann. Það ber að hrósa þessum duglegu krökkum, sem hafa hlaupið, hjólað og gengið mikið í vikunni.

Skoðið myndir frá hlaupinu hér.