VALMYND ×

Nýleg rannsókn um notkun spjaldtölva í námi

Þar sem við notun spjaldtölvur í kennslu hjá okkur vildi ég benda ykkur á nýja rannsókn sem Háskóli Íslands var að gera um notkun spjaldtölva í námi. 

"Sem dæmi um niðurstöður má nefna að nemendur eru yfirleitt ánægðir og áhugasamir um nám með spjaldtölvum og spjaldtölvunotkun eykur persónulega færni og lykilhæfni af ýmsum toga. Flestir kennarar telja spjaldtölvur koma að miklu gagni við einstaklingsmiðað nám og með innleiðingu þeirra hefur stafrænum verkfærum til náms fjölgað. Nemendur eru sjálfstæðari við nám og val nemenda hefur aukist á námsefni og við upplýsingaleit. Jafnframt hefur sköpun eflst í flestum námsgreinum með tilkomu spjaldtölvanna."

https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/category/1/notkun-spjaldtolva-i-nami-rannsokud-1?fbclid=IwAR1iI1tU16RiqePTq0jnpoMnAnv6RbJmcMjmjHXwyrZ6DAv2EFjJWm87P4k