Óveðursspá
Jæja gott fólk, nú er enn og aftur komin appelsínugul viðvörun frá Veðurstofunni fyrir okkar svæði fyrir morgundaginn. Ég minni á að samkvæmt reglum frá Ísafjarðarbæ verður skólanum ekki lokað nema um það komi tilmæli frá almannavörnum. Foreldrar eru beðnir um að fylgjast vel með veðri og gæta þess að senda börnin ekki út í neina óvissu. Þeir sem kjósa að hafa börn sín heima þegar svona stendur á eru beðnir um að tilkynna skólanum það. Nemendur fá ekki fjarvist þegar svona er. Það má tilkynna með því að senda póst á jonab@isafjordur.is, senda okkur skilaboð hér á facebook eða hringja í skólann í síma 450 8390.